261 sagt upp í hópuppsögnum – þar af 244 í flutningum

Tvær tilkynningar um hópuppsagnir bárust Vinnumálastofnun í janúar þar sem 261 starfsmanni  var sagt upp störfum, þar af 244 í flutningum og 17 í annarri heilbrigðisþjónustu.  

Flestar uppsagnirnar koma til framkvæmda á tímabilinu mars til júní 2023.

Þetta kemur fram á vef Vinnumálastofnunar. Ekki kemur fram um hvaða flutningafyrirtæki sé að ræða. 

mbl.is