Atkvæðagreiðslur um verkföll hafnar hjá Eflingu

Atkvæðagreiðsla um verkföll starfsmanna á hótelum Berjaya og Reykjavík edition …
Atkvæðagreiðsla um verkföll starfsmanna á hótelum Berjaya og Reykjavík edition auk flutningabílstjóra hjá þremur fyrirtækjum hófst í hádeginu. mbl.is/Kristinn Magnússon

Í hádeginu hófust atkvæðagreiðslur um boðun vinnustöðvunar hjá starfsfólki Eflingar annars vegar á hótelum Reykjavík edition og Berjaya hotels og hins vegar hjá flutningabílstjórum hjá Samskipum, Olíudreifingu og Skeljungi. 

Þeir félagsmenn sem verkfallsboðunin nær til greiða atkvæði, en um er að ræða samtals 570 félagsmenn. Atkvæðagreiðslunni lýkur klukkan 18 á þriðjudaginn og er áætlað að verkföll hefjist á hádegi 15. febrúar, að því gefnu að aðgerðirnar verði samþykktar.

Samtals eru um 500 félagsmenn Eflingar sem starfa á fyrrnefndum hótelum og um 70 félagsmenn sem starfa sem flutningabílstjórar hjá fyrirtækjunum þremur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert