Hviður gætu náð 45 m/s undir Eyjafjöllum og á Kjalarnesi

Hviður gætu náð 45 m/s á utanverðu Kjalarnesi.
Hviður gætu náð 45 m/s á utanverðu Kjalarnesi. mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson

Snörpum vindhviðum er spáð á utanverðu Kjalarnesi og undir Eyjafjöllum nærri hádegi í dag en í ábendingu frá veðurfræðingi Vegagerðarinnar segir að þær gæri farið upp í allt að 40 til 45 m/s í suðaustur átt.

Undir Hafnarfjalli og á norðanverðu Snæfellsnesi verður einnig byljótt frá hádegi og fram undir klukkan 18. Þá getur orðið flughált á fjallvegum norðan til þegar hlánar í dag.

Eins og áður hefur komið fram taka gular veðurviðvaranir gildi á hádegi víða á landinu. Snörpum vindhviðum og talsverðri úrkomu er spáð og er fólki ráðlagt að huga að niður­föll­um til að forðast vatns­tjón og ganga frá lausamun­um. 

mbl.is