Málflutningur í innsetningarmáli hafinn

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, í dómsal í Héraðsdómi Reykjavíkur.
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, í dómsal í Héraðsdómi Reykjavíkur. mbl.is/Kristinn Magnússon

Munnlegur málflutningur í innsetningarmáli ríkissáttasemjara gegn Eflingu hófst kl. 13:15 í Héraðsdómi Reykjavíkur. 

Ríkissáttasemjari leitar atbeina Héraðsdóms Reykjavíkur til að fá afhenta kjörskrá Eflingar en málinu hafði verið frestað á mánudag.

Andri Árnason lögmaður ríkisins í málinu.
Andri Árnason lögmaður ríkisins í málinu. mbl.is/Kristinn Magnússon

Afhending kjörskrár Eflingar er forsenda þess að fram geti farið atkvæðagreiðsla um miðlunartillögu ríkissáttasemjara meðal félagsfólks Eflingar annars vegar og Samtaka atvinnulífsins hins vegar.

SA afhenti ríkissáttasemjara atkvæðaskrá sína í síðustu viku.

mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is