Ný sjóbaðsaðstaða stutt frá dælustöð

Við Ægisíðu er verið að byggja aðstöðu fyrir sjósundsfólk.
Við Ægisíðu er verið að byggja aðstöðu fyrir sjósundsfólk. mbl.is/Hákon

„Við fengum þetta verkefni til umsagnar og bentum á að við hefðum áhyggjur vegna nálægðar við dælustöðina. Það er þó kostur að hún er í 500 metra fjarlægð frá næstu skólpdælustöð. Því setjum við okkur ekki upp á móti þessari aðstöðu en bendum á að fólk í sjósundi er á eigin ábyrgð. Almennt eru gæði strandsjávar í Reykjavík nokkuð góð en vissulega er hætta á gerlamengun í nálægð við útrásir,“ segir Helgi Guðjónsson, heilbrigðisfulltrúi og verkefnastjóri í vöktun hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur.

Eins og kom fram í Morgunblaðinu í byrjun vikunnar er verið að reisa sjósundsaðstöðu við gömlu grásleppuskúrana á Ægisíðu í Reykjavík. Um er að ræða verkefni sem hlaut brautargengi í hugmyndasöfnuninni Hverfið mitt á vegum borgarinnar og er kostnaður í kringum tíu milljónir króna. Samkvæmt upplýsingum frá Reykjavíkurborg hefur verið gert hlé á framkvæmdum vegna veðurs en verkið verður klárað um leið og veður leyfir.

Athygli hefur vakið að sjóböðin eru skammt frá skólpdælustöð við Faxaskjól. Síðasta sumar greindi Morgunblaðið frá því að Heilbrigðiseftirlitið legðist gegn því að siglingaklúbbur fyrir börn yrði staðsettur í nágrenni við aðra skólpdælustöð skammt undan, á Skeljanesi við Skerjafjörð. Þá kom fram að Heilbrigðiseftirlitið teldi að hafnsækin starfsemi og sérstaklega starfsemi fyrir börn og unglinga ætti ekki að vera staðsett í nágrenni skólpdælustöðvar.

Helgi segir í samtali við Morgunblaðið að sjóbaðsaðstaðan sé annars eðlis en fyrirhuguð aðstaða fyrir siglingaklúbbinn. Ólíkt sjóbaðsaðstöðunni sem ætluð er fullorðnu fólki á eigin ábyrgð er starfsemi siglingaklúbbsins skipulögð tómstundastarfsemi fyrir börn með varanlega staðsetningu og á því ekki heima við skólpdælustöð.

Hægt er að lesa umfjöllunina í heild sinni í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.185 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »