Spáir 0,5% hækkun

Yngvi Harðarson, hagfræðingur og framkvæmdastjóri Analytica, spáir minnst 0,5% vaxtahækkun …
Yngvi Harðarson, hagfræðingur og framkvæmdastjóri Analytica, spáir minnst 0,5% vaxtahækkun hjá Seðlabanka Íslands á miðvikudaginn kemur. mbl.is/Ómar

Yngvi Harðarson, hagfræðingur og framkvæmdastjóri Analytica, spáir minnst 0,5% vaxtahækkun hjá Seðlabanka Íslands á miðvikudaginn kemur. Það yrði ellefta vaxtahækkun Seðlabankans í röð en vextirnir hafa hækkað úr 0,75% í 6% síðan í maí 2021.

Vaxtastigið í heiminum heldur áfram að hækka og síðustu tvo daga hafa seðlabanki Bandaríkjanna, Englandsbanki og Evrópski seðlabankinn hækkað vexti andspænis þrálátri verðbólgu.

Þessar hækkanir gætu haft áhrif á utanríkisviðskipti Íslendinga og aukið vaxtakostnað fyrirtækja og hins opinbera.

Jerome Powell, seðlabankastjóri Bandaríkjanna, boðar frekari vaxtahækkanir. Það sama gerir Christine Lagarde, bankastjóri Evrópska seðlabankans, en bankinn boðar aðra 0,5% vaxtahækkun í mars.

Hafsteinn Hauksson, sérfræðingur hjá Kviku banka í London, spáir efnahagslegum samdrætti í Bretlandi á næstunni sem verði þó langt frá því jafnmikill og í fjármálakreppunni 2008. 

Hægt er að lesa nánar um málið í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.185 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »