Umhverfismat stendur

Suðurnesjalína 2 er loftlína, samkvæmt áætlunum, sem lögð verður að …
Suðurnesjalína 2 er loftlína, samkvæmt áætlunum, sem lögð verður að mestu leyti meðfram núverandi Suðurnesjalínu. Tölvuteikning/Landsnet

Skipulagsstofnun telur sig ekki hafa heimild til að taka ákvörðun um endurskoðun á matsskýrslu vegna Suðurnesjalínu 2. Sveitarfélagið Vogar hafði óskað eftir áliti stofnunarinnar á því hvort endurskoða þyrfti umhverfismatið, vegna nýrra upplýsinga um náttúruvá.

Sveitarfélagið óskaði einnig eftir því að Landsnet upplýsti hver munurinn væri á kostnaði við að leggja jarðstreng annars vegar og loftlínu hins vegar. Svar Landsnets er að upplýsingar um þetta, sem fram komu í matsskýrslu umhverfismats, séu óbreyttar.

Lengi hefur verið beðið eftir því að skipulagsnefnd og bæjarstjórn sveitarfélagsins Voga afgreiði umsókn Landsnets um framkvæmdaleyfi fyrir Suðurnesjalínu 2. Landsnet lagði fram umsókn um framkvæmdaleyfi í desember 2020.

Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála ógilti á árinu 2021 ákvörðun sveitarstjórnar um að hafna útgáfu framkvæmdaleyfis fyrir loftlínu. Síðan hefur málið verið til áframhaldandi meðferðar. Sveitarstjórn hefur viljað fá línuna lagða í jörðu en það fellur ekki að þeim áætlunum sem gerðar hafa verið.

Hægt er að lesa umfjöllunina í heild sinni í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.185 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »