Appelsínugular viðvaranir fyrir norðan

Hér má sjá uppfært kort Veðurstofunnar.
Hér má sjá uppfært kort Veðurstofunnar. Kort/Veðurstofa Íslands

Veðurstofa Íslands hefur uppfært veðurviðvaranir fyrir morgundaginn. Helsta breytingin er að appelsínugular viðvaranir taka gildi á hádegi fyrir Strandir og Norðurland en þær falla út klukkan 14 og 15.

Gular viðvaranir verða í flestum landshlutum á morgun. Veðurstofan varar við sunnan hvassviðri eða stormi með talsverðri rigningu og hlýnandi veðri. 

Á Ströndum og Norðurlandi vestra er spáð 20 til 28 m/s. Búast má við mjög hvössum og varhugaverðum vindhviðum við fjöll, staðbundið yfir 35 m/s. Ekkert ferðaveður er á meðan viðvörunin er í gildi.

Á Norðurlandi eystra er suðlægri átt spáð vestan til á svæðinu. Hviður geta staðbundið farið yfr 40 m/s. Nauðsynlegt er að tryggja lausamuni til að fyrirbyggja foktjón.

mbl.is