Bílvelta í Mosfellsbæ

Ljósmynd/Aðsend

Bílvelta varð við þjónustustöð Olís við Langatanga í Mosfellsbæ rétt fyrir klukkan fjögur í dag. 

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu er á leiðinni á vettvang og því hafði varðstjóri ekki frekari upplýsingar að svo stöddu. 

Uppfært 16:35:

Tveir farþegar voru í bílnum sem voru báðir fluttir með sjúkrabíl á slysadeild. Dælubíll er enn að störfum á vettvangi. 

Ljósmynd/Aðsend
mbl.is