Lækka laun sín í Árborg um 5 prósent

Bragi Bjarnason er formaður bæjarráðs og oddviti S-listans í bæjarstjórn.
Bragi Bjarnason er formaður bæjarráðs og oddviti S-listans í bæjarstjórn. Ljósmynd/Aðsend

Bæjarstjórn Árborgar ákvað á fundi sínum í vikunni að lækka laun bæjarfulltrúa og nefndarmanna á vegum sveitarfélagsins um fimm prósent og jafnframt að engar hækkanir yrðu á launum á þessu ári.

Níu af ellefu bæjarfulltrúum samþykktu þessar tillögur en fulltrúar Samfylkingarinnar greiddu atkvæði á móti.

Ákveðið var í vikunni að lækka laun bæjarfulltrúa og nefndarmanna.
Ákveðið var í vikunni að lækka laun bæjarfulltrúa og nefndarmanna. mbl.is/Sigurður Bogi

Með lækkuninni er ætlað að spara megi rúma 21 milljón króna á ári. „Þetta er skref í því að ná tökum á rekstri sveitarfélagsins,“ segir Bragi Bjarnason, formaður bæjarráðs og oddviti D-listans í bæjarstjórn. Hann segir að búast megi við frekari sparnaðaraðgerðum á næstunni. „Við erum bara á þeim stað að þurfa að skoða allar mögulegar leiðir í þeim efnum og erum í mikilli vinnu við það í góðu samráði við okkar starfsfólk,“ segir Bragi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.185 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »