Öfluðu vatns úr læk til að slökkva eldinn

Búið var að slökkva eldinn klukkan hálf eitt.
Búið var að slökkva eldinn klukkan hálf eitt. Ljósmynd/Austurfrétt/Gunnar

Vel gekk að slökkva eldinn sem kom upp í smíðaverkstæði við bæinn Ytri-Víðivelli 1 í Fljótsdal í gærkvöldi. Áföst hlaða var við verkstæðið og náðist að bjarga henni.

Eng­inn bú­fénaður var í hús­un­um og eng­um varð meint af vegna elds­ins.

„Þegar við vorum loksins komnir upp eftir gekk slökkvistarfið mjög vel. Fjárhúsið var orðið alelda og byrjað að koma inn í hlöðuna sem var áföst,“ segir Ingvar Birkir Einarsson, varaslökkviliðsstjóri Brunavarna á Austurlandi, í samtali við mbl.is. Ingvar stýrði aðgerðum í gær.

Hlöðunni var bjargað.
Hlöðunni var bjargað. Ljósmynd/Austurfrétt/Gunnar

Síðustu menn farnir klukkan tvö

Tilkynning um eldinn barst um klukkan níu í gærkvöldi. Að sögn Ingvars var slökkviliðið mætt um 45 mínútum eftir að tilkynningin barst. Ferðin frá Egilsstöðum er um 45 kílómetrar og var hálka á veginum sem tafði aðeins fyrir.

Átta slökkviliðsmenn voru sendir á staðinn í einum slökkviliðsbíl og einum tankbíl. Vatns var einnig aflað úr læk sem rann stutt frá.

Það tók um tvo og hálfan tíma að slökkva eldinn og voru síðustu menn farnir um klukkan tvö í nótt. 

Verkfærahúsið var alelda þegar slökkviliðið mætti á staðinn.
Verkfærahúsið var alelda þegar slökkviliðið mætti á staðinn. Ljósmynd/Austurfrétt/Gunnar
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert