Skotvöllur SR opnar á ný á Álfsnesi

Skotvöllurinn opnaði í dag.
Skotvöllurinn opnaði í dag. mbl.is/ÞÖK

Skotfélag Reykjavíkur (SR) hefur opnað skotsvæði sitt á Álfsnesi á ný þar sem félagið hefur fengið nýtt starfsleyfi.

Svæðinu var lokað í lok september árið 2021 þar sem starfsemin var ekki talin samræmast land­notk­un sam­kvæmt aðal­skipu­lagi. Var starfs­leyfi félagsins fellt úr gildi.

„Það eru margir búnir að bíða lengi eftir þessu. Þetta hefur dregið verulega úr ásókn í skotfimi annars staðar líka. Menn eru ekkert að fara úr bænum. Þeir vilja hafa sína aðstöðu hér á höfuðborgarsvæðinu,“ segir Guðmund­ur Gísla­son, fram­kvæmda­stjóri SR, í samtali við mbl.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert