Bjargaði sér við illan leik

Löggumynd - lögregla.
Löggumynd - lögregla. Eggert Jóhannesson

Rétt fyrir klukkan sjö í morgun var lögreglan kölluð til að aðstoða mann til að komast undir læknishendur. Maðurinn hafði fallið í höfnina á Miðbakka í miðbæ Reykjavíkur en náði að bjarga sér á land við illan leik.

Hann var að vonum hrakinn, kaldur í gegn og gegnblautur. Þegar lögreglan kom á svæðið gat maðurinn ekki upplýst um hvernig óhappið hefði gerst, því hann mundi ekki eftir aðdragandanum.

Þrjú mál komu upp hjá lögreglu í dag vegna einstaklinga sem höfðu neytt of mikilla fíkniefna. Í öllum tilvikunum var sjúkrabifreið kölluð á svæðið og fólkið fékk viðeigandi læknisþjónustu.

mbl.is