Forðast göngustíga vegna rafskútanna

Koma þarf upp fleiri skilgreindum stæðum fyrir rafskútur.
Koma þarf upp fleiri skilgreindum stæðum fyrir rafskútur. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Þetta er auðvitað mjög handhægur ferðamáti innanbæjar og við setjum okkur ekki upp á móti honum. Það hefur hins vegar skort upp á að notendur átti sig á að frelsinu sem þessi farartæki færa fylgir líka ábyrgð,“ segir Sigþór U. Hallfreðsson, formaður Blindrafélagsins.

Umræða hefur verið í Noregi um hættu sem rafskútur skapa fyrir blinda og hreyfihamlaða. Þar í landi sýnir ný könnun meðal blindra og öryrkja að 16% þeirra sem eru með skerta sjón hafa dottið um rafmagnsvespu og 4% hafa orðið fyrir vespu. Um 13% þeirra einstaklinga sem eru bundnir við hjólastól eða með skerta hreyfigetu hafa dottið um kyrrstæða rafskútu og 17% hafa orðið fyrir árekstri af rafskútu. Margir kveðast forðast götur og gangstíga vegna rafskútanna og 47% kveðast þurfa að verja lengri tíma í að ferðast um vegna þeirra. Um 11% detta oft eða stöku sinnum um rafskútur.

Mjög er kvartað undan því hvernig rafskútur eru skildar eftir eins og hráviði í Noregi. Fatlaðir þar í landi segjast ekki geta beygt sig niður og fært 20-30 kílóa rafskútu sem er fyrir þeim. Þá er sláandi að tæplega tveir þriðju þátttakenda í skoðanakönnunni svara því til að þeir séu óöruggir gagnvart ökumönnum rafskúta.

Nánari umfjöllun er að finna í Morgunblaðinu sem kom út 4. febrúar. 

Sigþór Unnsteinn Hallfreðsson.
Sigþór Unnsteinn Hallfreðsson. mbl.is/Sigurður Bogi
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert