Innbrotsþjófar staðnir að verki

Nokkrir voru vistaðir í fangaklefa vegna innbrots í verslun.
Nokkrir voru vistaðir í fangaklefa vegna innbrots í verslun. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Um klukkan hálf þrjú í nótt barst lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu tilkynning um yfirstandandi innbrot á svæði sem heyrir undir lögreglustöð 3, en hún sinnir Kópavogi og Breiðholti.

Samkvæmt tilkynningu var um ræða nokkra aðila sem fóru af vettvangi í bifreið. Einhverjir voru handteknir vegna málsins og vistaðir í fangaklefa vegna rannsóknar.

Nóttin hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var erilsöm og bárust margar tilkynningar sem tengdust ölvun, slagsmálum og hávaða. Nokkrir ökumenn voru stöðvaðir grunaðir um akstur undir áhrifum áfengis eða fíkniefna.

Þá var tilkynnt um bifreið sem endaði utan vegar á svæði lögreglustöðvar 4 sem sinnir svæðinu allt frá Árbæ upp á Kjalarnes, og var lögregla send á vettvang. Ekki liggja fyrir upplýsingar um slys á fólki.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert