Lítið um útköll um helgina

Landsbjörg þurfti ekki að fara í útköll í dag þrátt …
Landsbjörg þurfti ekki að fara í útköll í dag þrátt fyrir vonskuveður. Ljósmynd/Landsbjörg

Þrátt fyrir gular og appelsínugular viðvaranir í flestum landshlutum í dag var lítið um útköll hjá slysavarnafélaginu Landsbjörg um helgina.

Veðurviðvaranir munu gilda lengst til miðnættis í kvöld á Austurlandi og Norðurlandi vestra.

Vont veður er áfram í kortunum næstu daga og hefur verið gefin út gul viðvör­un fyrir allt landið á þriðju­dag­inn frá því klukk­an 7 um morg­un­inn til 18 um kvöldið.

Veður á mbl.is.

mbl.is