Óvirk umferðarljós vegna vatnsleka

Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Myndin tengist fréttinni ekki beint. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Umferðarljósin á gatnamótum Laugavegs/Suðurlandsbrautar og Kringlumýrarbrautar eru óvirk og verða óvirk í það minnsta eitthvað fram eftir degi á morgun mánudag 6. febrúar.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg en ástæðan er talin vera leki á heitu vatni í nágrenninu sem virðist hafa valdið skemmdum í stjórnkerfi umferðarljósanna.

Unnið hefur verið að viðgerðum frá því á laugardag og verður þeim haldið áfram snemma í fyrramálið.

Vegna þessa er lokað fyrir vinstribeygju í allar áttir á gatnamótunum að ósk lögreglu,“ segir í tilkynningunni. 

mbl.is