Barnaheill standa fyrir söfnun

Barnaheill standa nú fyrir söfnun vegna neyðaraðstoðar til barna á …
Barnaheill standa nú fyrir söfnun vegna neyðaraðstoðar til barna á hamfarasvæðum.

Barnaheill - Save the Children á Íslandi hafa nú hafið söfnun fyrir neyðaraðstoð til barna í Sýrlandi og Tyrklandi vegna hamfara sökum jarðskjálfta sem þar eru. Hægt er að leggja Barnaheillum hönd á plóg á vef Barnaheilla.

Barnaheill - Save The Children hafa brugðist við þeim jarðskjálftum sem hafa tröllriðið Gaziantep nú með Neyðarsöfnun Barnaheilla.

Mörg hundruð manns hafa látið lífið á svæðinu og um 2.800 byggingar hafa eyðilagst. Fólk hefur þurft að yfirgefa heimili sín og samtímis er aragrúi barna fastur í rústum. Skjót viðbrögð alþjóðasamfélagsins eru gríðarlega mikilvæg.

Barnaheill eru meðal stærstu alþjóðlegu félagasamtaka sem starfa í þágu barna í heiminum. Hlutverk samtakanna er að veita aðstoð til barna og fjölskyldna í kjölfar náttúruhamfara og leggja þau áherslu á að vera meðal þeirra fyrstu til að bregðast við hamförum og aðstoða börn og fjölskyldur þeirra á erfiðum tímum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert