Eðlilegar heimsóknarreglur taka gildi

Landspítalinn.
Landspítalinn. mbl.is/Unnur Karen

Tímabundnar takmarkanir á heimsóknum á Landspítala hafa verið felldar úr gildi. 

Takmarkanirnar voru settar á 29. desember til að draga úr líkum á því að smit bærist inn á deild­ir spít­al­ans með heim­sókn­ar­gest­um.

Meginatriði þeirrar ráðstöfunar var að einn gestur mætti koma til sjúklings á heimsóknartíma meðan veirufaraldrar geisuðu í samfélaginu. 

mbl.is