Efling skal afhenda kjörskrá

Daníel Isebarn og Sólveig Anna Jónsdóttir í héraðsdómi í dag.
Daníel Isebarn og Sólveig Anna Jónsdóttir í héraðsdómi í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Efling skal afhenda kjörskrá samkvæmt úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur sem kveðinn var upp rétt í þessu.

Ríkissáttasemjari leitaði at­beina héraðsdóms vegna málsins en Efling hafði neitað að afhenda kjörskrá. Dómari hefur nú heimilað beina aðfarargerð í málinu. 

Viðar Þorsteinsson, Daníel Isebarn og Sólveig Anna Jónsdóttir í héraðsdómi.
Viðar Þorsteinsson, Daníel Isebarn og Sólveig Anna Jónsdóttir í héraðsdómi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

At­kvæðagreiðsla um miðlun­ar­til­lögu rík­is­sátta­semj­ara getur ekki farið fram meðal fé­lags­fólks Efl­ing­ar án kjörskrárinnar.

Lögmaður Eflingar sagði í dómsal að félagið muni afrýja niðurstöðunni. 

Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari.
Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is