Éljagangur sunnan- og vestanlands

Spáð er suðvestan 10-18 metrum á sekúndu og víða éljum í dag, einkum sunnan og vestan til. Veður fer kólnandi og verður hiti um frostmark seinnipartinn.

Á morgun verður sunnan stormur eða rok með slyddu eða snjókomu. Síðar snýst í suðvestan hvassviðri með éljum. Hiti verður víða í kringum frostmark en allt að 5 stigum við suðurströndina framan af degi.

Veðurvefur mbl.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert