Hafnarfjörður hlaut Orðsporið

Rósa Guðbjartsdóttir hlýtur viðurkenningu Orðsporsins 2023 frá Frey Gíslasyni og …
Rósa Guðbjartsdóttir hlýtur viðurkenningu Orðsporsins 2023 frá Frey Gíslasyni og Sigurði Sigurjónssyni

Hafnarfjörður hlaut Orðsporið, hvatningarverðlaun leikskólans, í morgun en í dag er einmitt Dagur leikskólans.

Freyr Gíslason, formaður félags leikskólakennara, og Sigurður Sigurjónsson, formaður félags stjórnenda leikskóla, afhentu Rósu Guðbjartsdóttur, bæjarstjóra Hafnarfjarðar, viðurkenningu Orðsporsins. Kemur þetta fram í tilkynningu frá Kennarasambandi Íslands.

Hafnarfjarðarbær hlýtur verðlaunin í ár fyrir að samræma starfstímum í leikskólum bæjarins við starfstíma í grunnskólum bæjarins. Með þessum breytingum hefur vinnutímum leikskólakennara fækkað og verða einnig 26 dagar teknir út í svokallaða „betri vinnutíma“ . Stjórnarhlutfall aðstoðarleikskólastjóra hefur einnig verið aukið verulega til þess að styrkja starf innan leikskólanna enn fremur.

Orðsporið eru hvatningarverðlaun sem eru veitt ár hvert fyrir framúrskarandi störf í leikskólastarfi. Er þetta tíundaskipti sem verðlaunin eru veitt í tengslum við Dag leikskólans, sem haldið er upp á þann 6. febrúar ár hvert. Að baki verðlaunanna standa Félag leikskólakennara og Félag stjórnenda leikskóla.​​​​​​​​​​​​​​​​​​​​​​​​​​​​​​​​​​​

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert