Nokkrir árekstrar í Ártúnsbrekku

Bæði lögregla og sjúkrabíll á vegum slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu voru …
Bæði lögregla og sjúkrabíll á vegum slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu voru send á vettvang. Ljósmynd/Aðsend

Umferð gengur hægt í Ártúnsbrekkunni þessa stundina vegna árekstra sem allir urðu með stuttu millibili.

Neyðarlínunni voru tilkynntir 3-4 árekstrar með stuttu millibili í Ártúnsbrekkunni nú fyrir stuttu.

Umferð gengur hægt en ekki er talið að alvarleg slys hafi orðið á fólki.

mbl.is