Tugir loðnuskipa í vari á Austurlandi

Loðnuskip í Fáskrúðsfjarðarhöfn um helgina.
Loðnuskip í Fáskrúðsfjarðarhöfn um helgina. Mbl.is/Albert Kemp

Á fjórða tug loðnuskipa voru í gær í höfnum á Austurlandi komin í skjól vegna aðsteðjandi vetrarlægðar sem stefndi að landinu. Alls 25 skip voru í höfnum Fjarðabyggðar, það er 8 á Eskifirði, fimm á Reyðarfirði og 11 á Fáskrúðsfirði. Tíu skip voru inni á Seyðisfirði.

„Núna er tíunda skipið að sigla inn fjörðinn og hér er þétt raðað á bryggjurnar,“ sagði Rúnar Gunnarsson yfirhafnarvörður á Seyðisfirði í samtali við Morgunblaðið í dag. 

Hjá Loðnuvinnslunni á Fáskrúðsfirði hefur nú í vikunni verið landað úr átta norskum skipum. „Í augnablikinu eru hér alls ellefu skip sem voru á miðunum hér 50-60 sjómílur úti, sem gerir 4-5 tíma siglingu,“ sagði Friðrik Mar Guðmundsson framkvæmdastjóri Loðnuvinnslunnar í samtali við Morgunblaðiðsbs@mbl.is

mbl.is