Umferðarljósin aftur óvirk

Ljósmyndin tengist fréttinni ekki beint.
Ljósmyndin tengist fréttinni ekki beint. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Umferðarljósin á gatnamótum Laugavegs/Suðurlandsbrautar og Kringlumýrarbrautar eru aftur óvirk. 

Þetta staðfestir umferðardeild lögreglu í samtali við mbl.is.

Í gærkvöldi var sagt frá því að ljósin væru óvirk vegna leka á heitu vatni í nágrenninu sem virðist hafa valdið skemmdum í stjórnkerfi umferðarljósanna.

Þeim var komið aftur í lag klukkan 11 í morgun en um klukkan hálf fjögur síðdegis biluðu þau á ný. Unnið er að viðgerðum.

mbl.is