Verða ekki ákærðir fyrir undirbúning hryðjuverka

Sveinn Andri Sveinsson og Einar Oddur Sigurðsson verjendur mannanna.
Sveinn Andri Sveinsson og Einar Oddur Sigurðsson verjendur mannanna. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Sakborningarnir tveir verða ekki ákærðir fyrir undirbúning hryðjuverka. Þetta úrskurðaði dómari Héraðsdóms Reykjavíkur rétt í þessu.

Munn­leg­ur mál­flutn­ing­ur um form ákæru á hend­ur Ísi­dóri Nathanssyni og Sindra Snæ Birgissyni fór fram í Héraðsdómi Reykja­vík­ur 26. janúar. 

Lög­menn beggja ákærðu fóru fram á frá­vís­un á þeim brot­um er snúa að und­ir­bún­ingi hryðju­verka vegna óskýrs orðalags í ákæru. 

Saksóknari mun taka sér lögbundinn kærufrest til þess að ákveða hvort úrskurðinum verði vísað til Landsréttar.

Sindri Snær Birgisson og Ísidór Nathansson.
Sindri Snær Birgisson og Ísidór Nathansson. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Karl Ingi Vilbergsson saksóknari.
Karl Ingi Vilbergsson saksóknari. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is