20.680 fengu ávísuð ADHD-lyf

Kort/mbl.is

Notkun ADHD-lyfja hér á landi heldur áfram að aukast og jókst hún um 12,3% á seinasta ári frá árinu á undan. Heldur hefur þó dregið úr aukningunni á milli ára, sérstaklega meðal barna, ef miðað er við ört vaxandi notkun á undanförnum árum.

Var fjölgunin meiri hjá konum en körlum í fyrra og eru konur nú meirihluti fullorðinna notenda. Sömuleiðis var meiri fjölgun hjá stúlkum en drengjum í fyrra.

Þetta kemur fram í Talnabrunni, fréttabréfi landlæknis, þar sem birt er úttekt á notkun ADHD-lyfja á Íslandi á árunum 2013-2022. Þau lyf sem eru mest notuð við ADHD innihalda metýlfenidat sem er í flokki svonefndra adrenvirkra lyfja sem verka á miðtaugakerfið og var notkun þeirra rúmlega 57 dagskammtar á hverja þúsund íbúa á dag á seinasta ári.

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert