Enginn hálftíufundur

Ekkert verður af fundi ríkissáttasemjara með fulltrúum Eflingar klukkan hálftíu.
Ekkert verður af fundi ríkissáttasemjara með fulltrúum Eflingar klukkan hálftíu. Samsett mynd

Fyrirhugaður fundur Aðalsteins Leifssonar ríkissáttasemjara með samninganefnd Eflingar, sem halda átti nú klukkan hálftíu fellur niður. Þetta staðfestir ríkissáttasemjari við mbl.is.

Ekkert kemur þar með í veg fyrir að verkfall Eflingarfólks á sjö hótelum hefjist á hádegi.

mbl.is