Krefjast þess formlega að Aðalsteinn víki vegna vanhæfis

Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari og Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari og Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar. Samsett mynd

Stéttarfélagið Efling sendi embætti ríkissáttasemjara formlega kröfu þar sem þess er krafist að Aðalsteini Leifssyni ríkissáttasemjara verði vikið úr embætti sökum vanhæfis í kjaradeilu Eflingar við Samtök atvinnulífsins. 

Er þess krafist að skipaður verði staðgengill í hans stað til að fara með málið. 

Í erindinu, sem er undirritað af Daníel Isebarn Ágústssyni, lögmanni Eflingar, er aðdragandi miðlunartillögunnar, sem ríkissáttasemjari lagði fram 26. janúar, rakinn. 

Þá eru talin upp atriði sem Efling telur styðja þá skoðun að ríkissáttasemjari hafi ekki gætt hlutleysis í störfum sínum.

Í gær úrskurðaði dómari Héraðsdóms Reykjavíkur að miðlunartillagan uppfyllti lagaskilyrði og að Efling skyldi afhenda kjörskrá sína til að hægt væri að greiða atkvæði um tillöguna.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert