Ljósin í Vesturbæ loksins löguð

Götulýsingin við Hringbraut, sem hefur verið biluð síðan um helgina, hefur nú verið löguð en slökkt var á lýsingu á brautinni þar til í gær. Um er að ræða götuljós við Hringbraut frá Suðurgötu að Bræðraborgarstíg.

Guðrún Einarsdóttir, forstöðumaður markaðsmála og þjónustu hjá Orku náttúrunnar, segir að tilkynning um bilun hafi ekki borist til þeirra fyrr en á mánudaginn.

Þegar starfsfólk mætti á vettvang kom í ljós að bilunin væri í einum móttökuliða við Brávallagötuna.

Guðrún segir slíkar bilanir oft geta sprottið upp við rekstur á kerfi sem þessu.

mbl.is