Mæðgur saman í háskólanámi í HÍ

Díana og Karen Helga fengu sér salat í hádeginu á …
Díana og Karen Helga fengu sér salat í hádeginu á föstudag. mbl.is/Árni Sæberg

Sennilega er ekki algengt að mæðgur séu saman í krefjandi námi en Díana Óskarsdóttir, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands, og Karen Helga Díönudóttir, rekstrarstjóri vöruhúss Landspítala, byrjuðu í MBA-námi í Háskóla Íslands í haust.

Díana er með BS-gráðu í geislafræði og meistarapróf í lýðheilsuvísindum. Hún segist hafa lagt áherslu á endurmenntun og hafi meðal annars bætt við sig námi í stjórnun og rekstri á sviði heilbrigðisþjónustu. Í fyrra hafi hún hugað að nýrri námsleið til að efla sig í starfi og MBA-námið, sem er tveggja ára nám með vinnu, hafi orðið fyrir valinu. „Karen var að hætta í handboltanum og mér fannst kjörið fyrir hana að nýta tímann sem myndaðist til að mennta sig meira. Hún var til í það og við tókum slaginn saman.“

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.185 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »