Sjaldan lent í öðru eins

Starfsmenn fyrirtækisins að störfum í gær.
Starfsmenn fyrirtækisins að störfum í gær. Ljósmynd/Árekstur.is

Starfsmenn áreksturs.is sinntu á fimmta tug árekstra í gær. Þar af sinntu þeir á þriðja tug umferðaróhappa á milli klukkan 16 og 18.

Kalla þurfti alla starfsmenn út seinnipartinn.

„Við hjá árekstri.is höfum sjaldan lent í öðru eins í þeim aðstæðum sem sköpuðust í gær,“ segir í tilkynningu.

mbl.is