Þóra verður yfir samskiptadeild Landsvirkjunar

Þóra Arnórsdóttir er nýr forstöðumaður Samskipta og upplýsingamiðlunar hjá Landsvirkjun
Þóra Arnórsdóttir er nýr forstöðumaður Samskipta og upplýsingamiðlunar hjá Landsvirkjun

Þóra Arnórsdóttir, fyrrverandi ritstjóri Kveiks, hefur verið ráðin forstöðumaður Samskipta og upplýsingamiðlunar hjá Landsvirkjun. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu, en í gær var greint frá því að hún myndi láta af störfum hjá Rúv.

Þóra hefur starfað við frétta- og dagskrárgerð í um aldarfjórðung. Hún hefur unnið bæði í útvarpi og sjónvarpi, hjá Stöð 2 og RÚV, síðustu ár sem ritstjóri fréttaskýringaþáttarins Kveiks.

Þóra var einnig stundakennari við Háskóla Íslands um árabil þar sem hún kenndi alþjóðastjórnmál. Þóra er með B.A. gráðu í heimspeki frá HÍ og Háskólanum í Genúa á Ítalíu og M.A. gráðu í alþjóðastjórnmálum og þróunarhagfræði frá Johns Hopkins SAIS, Bologna og Washington DC.

mbl.is