Til Tyrklands með Prins póló

Björgunarsveitarmennirnir Søren Sørensson, til vinstri, og Erlendur Sturla Birgisson í …
Björgunarsveitarmennirnir Søren Sørensson, til vinstri, og Erlendur Sturla Birgisson í Skógarhlíð, tilbúnir að fjúga utan. mbl.is/Sigurður Bogi

Fólk úr liði Slysavarnafélagsins Landsbjargar var nú í eftirmiðdaginn að gera klárt fyrir björgunarleiðangur til Tyrklands, þar sem þau sinna aðgerðum vegna jarðskjálftanna sem riðu yfir þar í landi í gærmorgun. Alls eru níu manns í hópnum, svo sem læknir og verkfræðingur en ætla verður að slík þekking nýtist vel í þeim aðgerðum sem nú eru framundan ytra.

Tyrklandsfararnir voru í anddyri björgunarmiðstöðvarinnar í Skógarhlíð í Reykjavík nú eftir hádegið. Voru þar að tína til ýmsan nauðsynlegan búnað og gera klárt. Neyðarfæði var sett í stórar álkistur og vakti athygli að með var tekinn stóra skammtur af Prins póló, orkurríku súkkulaðikexi.  

Hópurinn flýgur til Tyrklands með TF-SIF, flugvél Landhelgigæslunnar.

„Nei, það er ekki nokkur einasti beygur í mér vegna þessa verkefnis,“ sagði Erlendur Sturla Birgisson einn leiðangursmanna sem mbl.is hitti í Skógarhlíð fyrr í dag. „Þetta er bara mál sem þarf að tækla og einhver að sinna. Sjálfur er ég byggingaverkfræðingur og verkefni mín á vettvangi jarðskjálftanna verða væntanlega því tengd. Þar bý ég þá bæði að menntun minni og löngu starfi í björgunarsveit."

Upphaflega var áformað að halda utan síðdegis í dag, en förinni hefur verið frestað og verður staðan end­ur­met­in í fyrra­málið.

mbl.is