Fimm vilja verða lögreglustjóri

Horft yfir Vestmannaeyjar.
Horft yfir Vestmannaeyjar. mbl.is/Árni Sæberg

Fimm hafa sótt um embætti lögreglustjóra í Vestmannaeyjum sem dómsmálaráðuneytið auglýsti laust til umsóknar nýverið.

Umsækjendur eru eftirtaldir í stafrófsröð, að því er fram kemur í tilkynningu frá Stjórnarráðinu:

  • Arndís Bára Ingimarsdóttir, aðstoðarsaksóknari
  • Arnfríður Gígja Arngrímsdóttir, aðstoðarsaksóknari
  • Karl Gauti Hjaltason, lögmaður
  • Kristmundur Stefán Einarsson, aðstoðarsaksóknari
  • Sigurður Hólmar Kristjánsson, aðstoðarsaksóknari 

Dómsmálaráðherra skipar lögreglustjóra til fimm ára í senn og er miðað við að skipað verði í embættið frá og með 1. apríl.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert