Olli skemmdum með exi

Lögreglan að störfum.
Lögreglan að störfum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Tilkynnt var um mann með exi að valda skemmdum í umdæmi lögreglunnar á Hverfisgötu. Málið er í rannsókn en engin exi fannst.

Maður var handtekinn á veitingastað eftir ógnandi hegðun og aðra ofbeldistilburði. Hann var vistaður í fangageymslu þangað til hægt verður að ræða við hann.

Lokuðu sig inni á salerni

Tilkynning barst um tvo menn sem höfðu lokað sig inni á salerni hótels. Þeir voru farnir þegar lögreglan kom á vettvang.

Einnig barst tilkynning um grunsamlegar mannaferðir í garði við heimili. Enginn fannst þegar lögreglan kom á staðinn, að því er segir í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Ungmenni skemmdu rútu 

Tilkynnt var um ungmenni að skemma rútu í umdæmi lögreglunnar í Kópavogi og Breiðholti. Skemmdirnar eru taldar töluverðar. Málið er í rannsókn.

Í umdæmi lögreglunnar í Hafnarfirði og Garðabæ var bifreið ekið á ljósastaur og fór ökumaður af vettvangi án þess að tilkynna málið.

Ökumaður var handtekinn vegna gruns um ölvun við akstur. Hann ók einnig á skilti en enginn slys urðu á fólki. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert