Vinna stendur nú yfir á Bæjarhálsi í Árbæ við að festa tengivagn aftur á vöruflutningabíl sem virðist hafa losnað af í miðjum akstri.
Ólafur Gunnar Sævarsson hjá umferðardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu segir að ekkert tjón eða slys hafi orðið á fólki við óhappið. Þá sé sömuleiðis lítil umferð um svæðið þessa stundina og því sé óhappið ekki að valda neinum töfum eins og er.
Kranabíll var kallaður út til að aðstoða við verkið en verið er að hífa upp vagninn svo að hægt sé að smella honum aftan á bílinn.