Umfangsmiklar aðgerðir á Sauðárkróki

Svo virðist sem að einhvers konar umsátur um íbúðarhús standi …
Svo virðist sem að einhvers konar umsátur um íbúðarhús standi yfir á Sauðárkóki um þessar mundir. mbl.is

Umfangsmiklar aðgerðir lögreglunnar á Norðurlandi vestra standa nú yfir á Sauðárkróki.

Upphaflega var talið að umsátur um íbúðarhús stæði yfir en samkvæmt heimildum mbl.is er ekki um umsátur að ræða.

Ríkisútvarpið greindi fyrst frá.

Að sögn sjónarvotta eru þó nokkrir lögreglubílar fyrir framan íbúðarhúsið. Samkvæmt heimildum mbl.is hefur sérsveitin verið kölluð á vettvang og er hún á leiðinni norður. 

Talið er að vopnaður einstaklingur sé innanhúss en ekki hefur náðst í lögregluna á Norðurlandi vestra.

Uppfært:

mbl.is