Vegvísir um nýtingu lífræns áburðar

Þótt margir bændur noti búfjáráburðinn vel fer mikið af áburðarefnum …
Þótt margir bændur noti búfjáráburðinn vel fer mikið af áburðarefnum úr landbúnaði til spillis. mbl.is/Sigurður Bogi

Matvælaráðuneytið undirbýr útgáfu vegvísis um bætta nýtingu lífrænna efna til áburðar í landbúnaði og landgræðslu.

„Það er áskorun fyrir Ísland að verða sjálfbært um innlendan áburð en með útgáfu vegvísis er stefnt að því að [auka] hlutfall hans verulega á næstu árum með því að nýta betur þau næringarefni sem til falla í lífrænum áburðarefnum,“ segir í svari Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra í skriflegu svari á Alþingi við fyrirspurn Birgis Þórarinssonar um áburðarforða landsins.

Fram kemur í svarinu að stefna íslenskra stjórnvalda er að ná kolefnishlutleysi á árinu 2040 og mikilvægur hluti þess er að bæta nýtingu og meðhöndlun lífrænna áburðarefna, til dæmis búfjáráburðar, fiskeldismykju, seyru og fleiri slíkra efna.

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert