Veit aldrei í hverju maður lendir

Hjálmar Jónsson, framkvæmdastjóri BÍ, og Árni Sæberg í kaffiboði BÍ.
Hjálmar Jónsson, framkvæmdastjóri BÍ, og Árni Sæberg í kaffiboði BÍ.

„Þetta hefur verið frábært, það skemmtilegasta sem ég hef gert. Fréttaljósmyndun er líflegt og fjölbreytt starf, maður veit aldrei í hverju maður lendir,“ segir Árni Sæberg, ljósmyndari á Morgunblaðinu. Hann hefur náð þeim áfanga að hafa starfað við fréttaljósmyndun í 40 ár samfellt.

Árni fékk áhuga á ljósmyndun þegar hann var ungur maður á varðskipum Landhelgisgæslunnar. Hóf að mynda verkefni sem þar var unnið að og fór fljótlega að selja Morgunblaðinu myndir. Hann var bátsmaður á Ægi þegar björgunarþyrlan TF-RAN var sótt til St. John’s á Nýfundnalandi á árinu 1980. Hann myndaði það þegar þyrlan lenti á varðskipinu. „Við vorum með myrkrakompu um borð og ég var búinn að framkalla filmurnar og stækka myndir þegar Ólafur K. Magnússon [ljósmyndari Morgunblaðsins] og blaðamaður komu um borð í Reykjavíkurhöfn. Ólafur var mjög feginn að fá þetta tilbúið,“ segir Árni. Ekki dró það úr áhuganum þegar mynd hans birtist á útsíðu Morgunblaðsins.

Eftir að Árni fór í land vann hann störf tengd ljósmyndun en seldi áfram myndir til Morgunblaðsins, var mikið með Ragnari Axelssyni ljósmyndara þar og kynntist fólkinu á ljósmyndadeildinni. Þegar hann vildi helga sig fréttaljósmyndun var ekkert starf laust á Morgunblaðinu svo hann réð sig á Tímann og tók til starfa þar 1. febrúar 1983, en færði sig yfir á Morgunblaðið um ári síðar.

Í tilefni þessa áfanga í starfi fréttaljósmyndarans var Árni heiðursgestur á vikulegri föstudagssamkomu heldri blaðamanna í höfuðstöðvum Blaðamannafélags Íslands. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert