Íslenski hópurinn hefur hafið aðgerðir

Björgunaraðgerðir íslenska hópsins eru komnar af stað í Tyrklandi
Björgunaraðgerðir íslenska hópsins eru komnar af stað í Tyrklandi

Hópur Íslendinga frá Slysavarnarfélaginu Landsbjörg er kominn til starfa í Hatay í austurhluta Tyrklands. Erfiðar samgöngur og fjarskiptaleysi hamla björgunarstörfum en eyðilegging er sögð mikil í héraðinu sem og í Atakya þar sem björgunaraðgerðir fara fram.

Yfirstjórn aðgerða flutt í nótt

„Hópurinn hefur nú komið sér fyrir við Hatay Expo svæðið í Antakya borg, þar sem yfirstjórn aðgerða á svæðinu er, eftir að hafa tjaldað búðum við Hatay Stadium í gær, 8. febrúar,“ segir í tilkynningu frá Landsbjörgu.

Samgöngur reyndust of erfiðar á milli þessara tveggja staða og var því ákveðið að flytja aðgerðastjórn til Hatay Expo í nótt.  

Þá segir að í Hatay héraði séu þegar fjölmennar alþjóðlegar björgunarsveitir, m.a. 120 manna sveit frá Bretlandi og 150 frá Kína.

„Þegar hópurinn lenti í Gaziantep í gær var ekki mikla eyðileggingu að sjá, en á ferð þeirra niður til Hatay héraðs varð eyðileggingin sífellt meiri. Hópurinn varð vitni að því að fólki var bjargað út úr húsarústum á leiðinni, og jafnframt þar sem verið var að jarða þá sem höfðu fundist látnir,“ segir í tilkynningu.

38 verið bjargað á lífi  

„Í gær, 8. febrúar náðu þessar alþjóðlegu sveitir að bjarga 24 lifandi úr rústum húsa og það sem af er degi í dag, kl 9 að íslenskum tíma, hefur tekist að bjarga 14 manns á lífi.

Tölur látinna liggja ekki fyrir

Búið er að setja upp alþjóðlegar búðir björgunarfólks.
Búið er að setja upp alþjóðlegar búðir björgunarfólks.
Búðir aðgerðarstjórnunar voru fluttar í nótt.
Búðir aðgerðarstjórnunar voru fluttar í nótt.
mbl.is