Kæra frávísun í hryðjuverkamálinu

Karl Ingi Vilbergsson saksóknari.
Karl Ingi Vilbergsson saksóknari. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur, um að Ísidór Nathansson og Sindri Snær Birgisson verði ekki ákærðir fyrir undirbúning til hryðjuverka, verður kærður til Landsréttar.

Þetta staðfestir Karl Ingi Vil­bergs­son, sak­sókn­ari hjá embætti héraðssak­sókn­ara.

Á mánudag vísaði dómari við héraðsdóm frá ákæru­liðum eitt og tvö í hryðjuverkamálinu en þeir vísa að brot­um er snúa að und­ir­bún­ingi hryðju­verka. Lög­menn beggja ákærðu fóru fram á frá­vís­unina vegna óskýrs orðalags í ákæru. 

Embætti héraðssaksóknara hafði þrjá sól­ar­hringa til þess að bregðast við frá­vís­un­inni og taka ákvörðun um málið. Hún liggur nú fyrir. 

mbl.is

Bloggað um fréttina