Logi sagður hafa verið ráðinn til SFS

Logi Bergmann Eiðsson.
Logi Bergmann Eiðsson.

Fjölmiðlamaðurinn Logi Bergmann Eiðsson er sagður hafa verið ráðinn til starfa hjá Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi, SFS.

Að sögn Heimildarinnar verður hlutverk hans þar einkum að vinna við undirbúning ársfundar samtakanna. Einnig mun hann sinna tilfallandi verkefnum.

Enginn starfandi upplýsingafulltrúi er hjá SFS en Laufey Rún Ketilsdóttir hefur störf sem upplýsingafulltrúi samtakanna 1. júní.

Logi Bergmann hætti í Síðdegisþættinum á K100 eftir að hafa verið sakaður um að brjóta gegn Vítalíu Lazarevu. Logi sagðist saklaus af ásökununum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert