Mest eftirspurn í byggingarstarfsemi

Hlutfallsleg eftirspurn eftir starfsfólki var mest í byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð.
Hlutfallsleg eftirspurn eftir starfsfólki var mest í byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð. mbl.is/Ómar Óskarsson

Alls voru 6.220 laus störf á íslenskum vinnumarkaði á fjórða ársfjórðungi síðasta árs, samkvæmt starfaskráningu Hagstofu Íslands.

Á sama tíma voru um 230.800 störf mönnuð og hlutfall lausra starfa því 2,6%.

Til samanburðar töldust að meðaltali 7.200 einstaklingar atvinnulausir á fjórða ársfjórðungi 2022 eða um 3,3% af heildarvinnuafli 16-74 ára.

Hlutfallsleg eftirspurn eftir starfsfólki var mest í byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð. Laus störf í atvinnugreininni voru 1.470 talsins og hlutfall lausra starfa 8,1%. Samanburður við fjórða ársfjórðung 2021 sýnir að lausum störfum í byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð fjölgaði um 590 á milli ára og hlutfall lausra starfa jókst um 2,4 prósentustig.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert