SSH mun funda um samgöngusáttmálann

Rósa vill endurskoða sáttmálann.
Rósa vill endurskoða sáttmálann. Ljósmynd/Hafnafjarðarbær

Stjórn Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu (SSH) mun á næstu dögum funda sérstaklega um rekstur almenningssamgangna og samgöngusáttmálann.

Þetta segir Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, í samtali við mbl.is.

Rætt í síðustu viku

Ásdís Kristjánsdóttir, bæjarstjóri Kópavogabæjar, sagði í grein sinni sem birtist í Morgunblaðinu í gær að mikilvægt væri að endurmeta samgöngusáttmálann þar sem framkvæmdaáætlun sé nú þegar komin umfram áætlun.

Almar Guðmundsson, bæjarstjóri Kópavogs, er sammála Ásdísi í megindráttum.

„Málið var til umræðu í stjórn SSH í síðustu viku og það er ljóst að það verður farið í það að skoða þetta allt saman. Við munum funda aukalega og sértaklega út af þessu,“ segir Rósa.

Þurfa að vera viss um að allt stefni í rétta átt

Rósa telur nauðsynlegt að endurskoða sáttmálann í ljósi þess hve gríðarlega miklir fjármunir eru undir.

„Það er algjörlega nauðsynlegt, og eðlilegt, að endurskoða þetta og vega og meta stöðu málsins eins og hún blasir við núna. Það hlýtur að vera eðlilegt í svona stóru máli þar sem gríðarlegir fjármunir eru undir og við þurfum að vera viss um að allt stefni í rétta átt,“ segir Rósa.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert