Í rúman sólarhring verða gular og appelsínugular veðurviðvaranir í gildi víða um land, frá því klukkan 20 í kvöld og fram á aðfaranótt sunnudags.
Frá klukkan 14 til 19 á morgun verða viðvaranir í gildi í öllum landshlutum, appelsínugular við Breiðafjörð, á Vestfjörðum, Norðurlandi eystra og vestra, en gular annars staðar.
Klukkan 4 aðfaranótt sunnudags verða engar viðvaranir í gildi samkvæmt núgildandi spá.
Veðurstofa Íslands varar við sunnan og suðvestan 18 til 25 m/s með snörpum vindhviðum við fjöll í kvöld og á morgun. Þar sem appelsínugular viðvaranir taka gildi á morgun er varað við 20 til 28 m/s og einnig éljum um kvöldið með takmörkuðu skyggni.