Fara fram á áframhaldandi gæsluvarðhald

Páll Jónsson er einn fjögurra sakborninga.
Páll Jónsson er einn fjögurra sakborninga. mbl.is/Hákon

Saksóknari mun fara fram á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir Páli Jónssyni, timb­ur­inn­flytj­anda á sjö­tugssaldri, sem er einn af sakborningunum í stóra kókaínmálinu, um fjórar vikur frá og með deginum í dag.

Þetta staðfestir Anna Barbara Andradóttir saksóknari við mbl.is. 

Fjór­ir menn eru taldir hafa reynt að smygla inn tæp­lega 100 kg af kókaíni til lands­ins í timb­ursend­ingu á síðasta ári. Þeir voru handteknir í byrjun ágúst. 

Að sögn Önnu er ekki komin dagsetning á framhald aðalmeðferðar fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur en tæplega fjórar vikur eru síðan sakborningarnir báru vitnisburð fyrir dómi.

Beðið er eftir vitnaleiðslum yfir hollensku lögreglunni sem fann kókaínið til þess að aðalmeðferð geti haldið áfram. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert