Fullnaðarsigur og vonandi flýtimeðferð

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður og Daníel Isebarn, lögmaður Eflingar, fara …
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður og Daníel Isebarn, lögmaður Eflingar, fara yfir úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur í síðustu viku. Efling áfrýjaði og vann málið fyrir Landsrétti í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Bara fullnaðarsigur,“ segir Daníel Isebarn, lögmaður Eflingar, um úrskurð Landsréttar í áfrýjun Eflingar í innsetningarmáli sem ríkissáttasemjari höfðaði til að fá kjörskrá Eflingar afhenta.

„Þetta er ítarlegur og vel rökstuddur úrskurður. Dómararnir fara vel ofan í þessi ákvæði sem skipta máli og komast að mjög afdráttarlausri niðurstöðu um að ríkissáttasemjari hafi farið langt út fyrir sínar heimildir,“ segir Daníel.

Miðlunartillagan næst á dagskrá

Hann segir niðurstöðuna þýða að nú þurfi að fara að skoða hvort miðlunartillaga ríkissáttasemjara sé yfir höfuð lögmæt.

„Það er það sem Efling hefur beðið um frá fyrsta degi, að úrlausn verði fengin um það. Núna er kominn tími á það.

Vonandi fáum við flýtimeðferð í því máli og vonandi fæst leyst úr málinu sem fyrst en Efling hefur viljað það frá fyrsta degi þó það virðist sem enginn annar hafi viljað það.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert