„Að tala er silfur. Að þegja er gull“

Ástráður Haraldsson.
Ástráður Haraldsson. mbl.is/Kristinn Magnússon

Nú stendur yfir samningafundur samninganefndar Eflingar og Samtaka atvinnulífsins með Ástráði Haraldssyni settum ríkissáttasemjara í kjaradeilu aðilanna. Ekki er vitað hvenær eitthvað liggur fyrir. Staðan er tvísýn en viðræður standa yfir.

Stemningin í karphúsinu er um margt sérstök en bæði Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar og Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri SA ræddu við fréttamenn áður en fundurinn hófst og einkenndust þeirra ummæli af nokkuð herskáum yfirlýsingum.

Ástráður Haraldsson er settur ríkissáttasemjari í deilu Eflingar og SA, …
Ástráður Haraldsson er settur ríkissáttasemjari í deilu Eflingar og SA, þar sem Halldór Benjamín Þorbergsson og Sólveig Anna Jónsdóttir eru í forsvari. Samsett mynd

Athygli vakti að tónn þeirra beggja breyttist í návist hins.

Ástráður hefur ekki viljað veita viðtöl og sagði ekkert að segja fyrr en eitthvað væri að frétta. Hann sagðist ekki ráða hvenær eitthvað yrði að frétta.

„Að tala er silfur. Að þegja er gull,“ sagði Ástráður.

Efling heldur baráttufund í hádeginu í dag í Hörpu með því félagsfólki sem mun leggja niður störf í næstu verkfallslotu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert