Endurbæta skóla fyrir milljarða

Ástandið er misjafnlega alvarlegt en verst hefur Myllubakkaskóli farið út …
Ástandið er misjafnlega alvarlegt en verst hefur Myllubakkaskóli farið út úr því. Ljósmynd/Reykjanesbær

Mygla hefur verið greind í sex eða sjö stofnunum Reykjanesbæjar. Ástandið er misjafnlega alvarlegt en verst hefur Myllubakkaskóli farið út úr því.

Kostnaður við að bæta úr nemur milljörðum, að sögn formanns nefndar sem fjallar um rakaskemmdir í stofnunum Reykjanesbæjar.

Húsnæði Myllubakkaskóla var rýmt fyrir ári. Fyrir dyrum standa framkvæmdir við endurbyggingu skólans og viðbætur sem áætlað er að kosti fjóra milljarða króna á þremur árum.

Einnig stendur til að fara í endurbætur á Holtaskóla og er áætlað að þær kosti þrjá milljarða.

Nánar er fjallað um málið í Morgunblaðinu í gær, þriðjudag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert